Breska fjölmiðlasamsteypan News Group Newpapers, í eigu Rupert Murdoch, sem gefur út götublaðið The Sun og gaf út blaðið News of the World, tapaði 68 milljónum punda á síðasta ári, eða sem samsvarar 11,3 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári.

Auk minnkandi sölu er ástæðan um 54 milljóna punda, eða andvirði rétt tæplega 9 milljarða, sem félagið hefur þurft að greiða í lögfræðikostnað, dómsáttir og annan kostnað vegna ásakana um víðtækar farsímahleranir blaðamanna félagsins.

Útgáfufyrirtækið hefur verið aðskilið frá útgáfunni sem gefur út blöðin Times og Sunday Times, sem þykja alla jafna fínni en The Sun, tapaði einnig stórum á veðmálastarfsemi sem sett hafði verið upp í samstarfi við ástralskt veðmálafyrirtæki.

Í umfjöllun Guardian um málð er sagt að félagið hafi alla tíð neitað því að blaðamenn Sun hafi komið nálægt því að brotist hafi verið í talhólf fólks, heldur alltaf sagt að um hafi verið að ræða blaðamenn News of the World.