Á þessu ári eykst flutningsgeta Delta milli USA og Íslands um 101% frá 2015 og verður 419% meiri heldur en 2011, fyrsta ár starfseminnar. Jan Feenstra, markaðsstjóri Delta á Norðurlöndum og í Hollandi, segir að sem dæmi um þetta verði í sumar þrjár Delta flugvélar á Keflavíkurflugvelli á Sunnudögum, tvær á leið til New York og ein til Minneapolis.

„Fyrsta flug ársins til New York verður 12. febrúar og verður flogið þrisvar í viku. Þann 27. maí verður farið að fljúga daglega, þar af tvö flug á sunnudögum og um leið hefst daglegt flug til Minneapolis. Flogið verður til loka september á báðum leiðum,” segir Feenstra, en Delta er að flýta fyrsta flugi ársins verulega frá því sem verið hefur.

Fjöldi farþega sem flogið hafa með Delta frá árinu 2001 hefur aukist verulega. Fyrstu þrjú árin var lítil breyting, en árin 2011 til 2013 flugu 21.000-22.000 manns með vélum félagsins milli Bandaríkjanna og Íslands. Árið 2014 fjölgaði farþegum í 29.000 og í fyrra voru þeir tæplega 51 þúsund talsins. Þeim mun enn fjölga í ár með nýju leiðinni til Minneapolis. Fyrstu fimm árin flugu því samtals um 145.000 manns með Delta milli Íslands og Bandaríkjanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .