Reykjavíkur Apótek skilaði 1,5 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 10,3 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 280 milljónum króna og eignir námu tæplega 47 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 22 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 47% í árslok 2018.

Á dögunum var greint frá því að Hagar hefðu skrifað undir samning um kaup á 90% hlutafjár í félaginu. Samningurinn er þó háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.