Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru vöruviðskipti óhagstæð um 15,3 milljarða króna í febrúar. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar.

Vöruútflutningur nam 44,8 milljörðum króna, en vöruinnflutningur 60,1 milljarði. Til samanburðar voru vöruviðskipti óhagstæð um 14 milljarða króna í febrúar í fyrra; vöruútflutningur nam þá 46 milljörðum, og vöruinnflutningur 60 milljörðum.

Þá er þess getið að vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla hafi aðeins verið óhagstæður um 7,4 milljarða í febrúar í fyrra, sem þýðir að nettóinnflutningur í þeim flokki nam 6,6 milljörðum. Slíkt hafði hinsvegar engin áhrif á vöruskiptajöfnuðinn í febrúarmánuði þessa árs.