169 milljarða halli verður á rekstri ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson mun leggja fyrir Alþingi en hallinn var 288 milljarðar króna á síðasta ári. Hallinn samsvarar um 460 milljónum króna á dag og um 4,7% af landsframleiðslu.

Afkoman batnar um 120 milljarða króna á milli ára vegna minni þörf á COVID stuðningi og bættra efnahagshorfa. Til að mynda lækka atvinnuleysisbætur um 13 milljarða króna enda skili hvert prósentustig í lækkun atvinnuleysis um sjö milljörðum króna.

Bjarni bendir á í kynningu á frumvarpinu sagði Bjarni að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir yfir 200 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári og yfir 300 milljörðum árin 2020 og 2021. Nú sé horfur á að viðspyrnan sé kröftugri en gert var ráð fyrir en nú er spáð 5,3% hagvexti á næsta ári.

Ráðgert er að heildarskatttekjur verði 955 milljarðar króna og hækki um 66 milljarða króna miðað við það sem búist var við í fjárlagaáætlun sem kynnt var í vor.

Bjarni sagði brýnt að ríkissjóður og peningastefna Seðlabankans ynnu saman til að stuðla að halda aftur af verðbólgu og efnahagslegum stöðugleika. Þá þyrfti ríkissjóður að ná fyrri styrk.

Þá er ráðgert að skuldahlutfall ríkissjóðs verði lægra en áður var búist við. Þannig er nú búist við að skuldahlutfall ríkissjóðs verði 34% í lok árs 2022 en áður var búist við að það yrði 42%. Þannig verði skuldir ríkissjóðs um 200 milljörðum króna í árslok 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Einnig kemur fram að verði aðstæður heppilegar verði seldur stærri hlutur í Íslandsbanka sem muni nýtast til að grynnka fremur á skuldum ríkissjóðs.