Máli Allrahanda GL ehf. gegn Isavia var í vikunni vísað frá dómi þar sem krafan þótti vanreifuð. Félagið hafði leigt auglýsingarými á skjáum í komusal Leifsstöðvar en honum var sagt upp af Isavia þegar þrír mánuðir voru eftir af samningnum.

Allrahanda brást við með því að láta starfsmenn standa með auglýsingar í stöðinni og kostaði það rúmar 20 milljónir á tímabilinu. Krafðist félagið viðurkenningar á bótaskyldu. Málinu var vísað frá þar sem ekki þótti sannað að uppsögnin á samningnum hefði valdið félaginu tjóni þar sem ekkert orsakasamhengi var þar á milli.