Verð á notuðum bílum er með því hæsta hér á landi meðal Norðurlandanna þrátt fyrir að verðin á þeim hafi lækkað um ein 20 prósentustig á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu .

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins segir í samtali við blaðið að hjá einhverjum umboðum sé lagerstaðan betri en fyrir ári á notuðum bílum af því hafa verið virkir að lækka verðið. Að hans sögn hefur lækkunin verið svipuð og gengið, um og yfir 20 prósentustig á síðastliðnu ári. „Maður sér sums staðar að ekki hafi verið lækkað nógu vel og þá seljast bílarnir hægar,“ er haft eftir Jóni í Fréttablaðinu.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) segir að verð á notuðum bílum hefur til þessa verið hærra en verð á notuðum bílum í nágrannalöndum okkar. „Nú er selt nokkuð drjúgt af nýjum bílum og ásamt styrkingu gengisins hefur það í för með sér verðlækkun á notaða flotanum,“ er haft eftir honum.