Biblíubréfið svokallaða er örk með 23 skildingafrímerkjum frá Íslandi. Það er frá árinu 1876 og er talið einstæður frímerkjafundur. Það uppgötvaðist árið 1972, sögn inni í gamalli Biblíu úti á landi, þó svo að sú saga hafi aldrei fengist fyllilega staðfest. Það er eina þekkta bréfið með þjónustufrímerkjum og er af þeim sökum talið það verðmætasta sem frá Íslandi hefur komið. Það hefur aðeins tvívegis verið sýnt hérlendis áður.

Bréfið var upphaflega selt á uppboði í Þýskalandi á 8. áratugnum og hvarf síðan af markaði þangað til það var skyndilega boðið upp og selt hjá svissneska uppboðsfyrirtækinu David Feldman, einu þriggja helstu uppboðshúsa heims á sviði frímerkja, í Sviss árið 1983. Sú sala var ein af tíu hæstu það ár í frímerkjaheiminum.

Árið 1998 var það síðan sýnt í fyrsta skipti á Norðurlöndunum í Kaupmannahöfn. Við það tilefni sagði Knud Mohr, þáverandi formaður Heimssambands frímerkjasafnara: „Við munum aldrei sjá annan eins fund, því frímerki af þessu tagi eru einfaldlega ekki til. Þessi frímerki eru ekki aðeins einstök í íslenskri frímerkjasögu, heldur í norrænni frímerkjasögu almennt."

Sænski greifinn og frímerkjasafnarinn Douglas Storckenfeldt eignaðist síðan Biblíubréfið á uppboði árið 2005 fyrir ótilgreinda fjárhæð. Frameiknað verðið sem fékkst fyrir bréfið á uppboðinu hjá Feldman í Sviss á sínum tíma nemur hvorki meira né minna en um 200 milljónum króna. Auk Biblíubréfsins sýnir Storckenfeld einstakt safn íslenskra frímerkja og umslaga á NORDIA 2018.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Líftæknifyrirtæki hyggst margfalda veltuna eftir áratuga vísindastarf
  • Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er í viðtali um mannauðsstefnu fyrirtækja
  • Framtíð peningastefnu á Íslandi er rædd í kjölfar nýrra tillagna
  • Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er í ítarlegu viðtali
  • Geimfaranemar taka þátt í verkefni á Íslandi
  • Ófullnægjandi áhættustýring innan Arion banka
  • Órói innan ítalskra stjórnmála
  • Umfjöllun um meðlimakort viðskiptavina Costco
  • Fimm milljarða samningur íslensks tæknifyrirtækis
  • Ísbúð sem seldi ís fyrir 485 milljónir króna
  • Rætt er við nýjan markaðsstjóra Íslenskrar getspá
  • Óðinn fjallar um sykurskatt
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um þjakaða þingmenn