Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,13% í dag og stendur í 1.796,91 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 4,6 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,02% og stendur því í 1.364,12 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 2,6 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar um 3,07% í 558 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 35,30 krónum í lok dags. Næst mest hækkun var á bréfum Marel en hún nam 2,18% í viðskiptum upp á 2,3 milljarða sem jafnframt voru mestu viðskipti dagsins. Bréf Marel stóðu því í 375,50 krónum við lokun markaða.

Mest lækkuðu bréf Eikar eða um 1,20% í viðskiptum upp á tæpar 54 milljónir króna og var gengi þeirra 9,88 krónur við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf HB Granda um 1,18 % í tæplega 34 milljón króna viðskiptum og stóðu bréf félagsins í 33,40 krónum í lok dags.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,93% í tæplega 4 milljarða króna viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,03% í rúmlega 2,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,01% í 255 milljón króna viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,07% í 1,9 milljarða viðskiptum.