Kröfuhafar Landsborgar samþykktu nauðasamning félagsins með 84% atkvæða eftir höfðatölu og 89,67% atkvæða eftir kröfufjárhæðum að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Landborgir reka Landhótel, 69 herbergja hótel í Rangárþingi ytra sem opnaði sumarið 2019. Hótelið opnaði því nokkrum mánuðum eftir fall Wow air, þegar samdráttarskeið var hafið í íslenskri ferðaþjónustu. Félagið tapaði 263 milljónum á síðasta ári. Í ársreikningi félagsins segir að tekjugrunnur félagsins hafi hrundi vegna Covid-19 veirunnar og því hafi félagið farið í greiðsluskjól og leitað nauðasamninga.

Hlutafé núverandi hluthafa verður afskrifað en 230 milljónir króna af nýju hlutafé lagðar inn í félagið af eldri og nýjum hluthöfum samkvæmt nauðasamningnum. Þá fá aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki, aðallánveitandi félagsins, helming krafna greiddar. 20% þeirra krafna verða greiddar með reiðufé og 30% með skuldabréfi til fimm ára. Lán bankans eru áfram tryggð með rekstrarveði í fasteigum félagsins.

Íslandsbanki lækkar kröfu sína í 1,17 milljarða króna með nýju 30 ára láni en félagið skuldaði bankanum en félagið skuldaði bankanum 1,36 milljarða króna í árslok 20202. Auk þess segir íLögbirtingablaðinu að Íslandsbanki geri skilyrði um að framkvæmdum á baðherbergjum sem getið er um í nauðasamningi verði lokið.

Landborgir skulduðu tæplega 1,5 milljarð króna i árslok 2020, eignir námu um 1,9 milljónum króna og eigið fé var jákvætt 431 milljón króna.

Staðfesting nauðasamnings verður tekin fyrir í Héraðsdómi Suðurlands miðvikudaginn 8. desember.