Hagvöxtur í Bandaríkjunum nam 1,2% á örðum ársfjórðungi ársins 2017 samkvæmt staðfestum tölum frá Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna . Eru tölurnar 0,1 prósentustigi lægri en spá Bloomberg hafði gert ráð fyrir.

Samkvæmt frétt Bloomberg var 2,8% aukning í einkaneyslu megindrifkraturinn á bak við vöxtinn á tímabilinu. Þá jukust fjárfestingar fyrirtækja í fastafjármunum um 8,2% á tímabilinu. Þá var hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi endurskoðaður úr 1,4% niður í 1,2%

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði á dögunum hagvaxtaspá sína fyrir Bandaríkin úr 2,3% í 2,1% fyrir árið 2017.