Gistinætur á hótelum í maí voru 273.700 sem er 25% aukning miðað við maí  2015. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 29% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 4%.

Flestar gistinætur á hótelum í maí voru á höfuðborgarsvæðinu eða 169.600 sem er 22% aukning miðað við maí 2015. Um 62% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 42.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í maí voru: Bandaríkjamenn með 65.000, Þjóðverjar með 35.500 og Bretar með 30.400 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili frá júní 2015 til maí 2016 voru gistinætur á hótelum 3.150.700 sem er 28% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu.