Tekjur Gleðipinna námu um 1,15 milljörðum króna á árinu 2020 miðað við 1,67 milljarða árið áður.

Félagið varð fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum en félagið rekur meðal annars Keiluhöllina, Hamborgarafabrikkuna, Aktu Taktu og Saffran. Félagið tapaði 42 milljónum króna á árinu en árið 2019 var 38 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Jafnframt lækkaði eigið fé félagsins um 42% og var 58 milljónir króna í árslok.

Sjá einnig: Gleðipinnar fá að sameinast FoodCo

Eignir félagsins í árslok námu 462 milljónum og þar af var eigið fé um 71 milljónir króna. Eigið fé lækkaði um 42% á tímabilinu og var eiginfjárhlutfall félagsins um 15%.

Eigendur félagsins eru Guðmundur Auðunn Auðunsson og Guðríður María Jóhannesdóttir sem eiga saman 50% hlut og Jóhannes „Jói" Ásbjörnsson á 39% hlut í félaginu.