365 hf. hagnaðist um 106 milljónir króna á síðasta ári eftir ríflega milljarðs króna tap árið 2018. Félagið seldi meðal annars eignarhlut sinn í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins á árinu, en eignir flokkaðar til sölu voru metnar á 1,27 milljarða króna í lok árs 2018. Ekki er greint frá söluverði eignarhlutarins í ársreikningnum.

Mestu munar að gangvirðisbreytingar af fjáreignum eru hækkuðu í 259 milljónir  en voru neikvæðar um 294 milljónir árið 2018.

Eignir félagsins voru metnar á 6,8 milljarða króna í árslok, eigið fé 2,5 milljarðar og skuldir 4,3 milljarðar króna.

Launakostnaður lækkar úr 87 milljónum í 36 milljónir en stöðugildum fækkaði jafnframt úr þremur í eitt.

Félagið er nær alfarið í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur.