Greiðslur vegna aksturskostnaðar tíu atkvæðamestu þingmannanna á því sviði námu í heild tæplega 29,2 milljónum króna árið 2017. Sá sem var atkvæðamestur fékk rúmar 4,6 milljónar og keyrði 47.644 kílómetra. Það jafngildir 130 kílómetrum dag hvern alla 365 daga ársins. Um er að ræða endurgreiðslur fyrir daglegan akstur á þingstað og endurgreiðslu fyrir ferðir á fundi og annað af því tagi.

Sá þingmaður sem fékk mest endurgreitt fékk því að meðaltali rétt rúmar 385 þúsund krónur á mánuði í aksturspeninga en þeir skattfrjálsir þar sem um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði er að ræða.

Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um akstorskostnað þingmanna. Í svarinu voru þingmenn ekki flokkaðir eftir kjördæmum enda þótti þá farið of nærri persónugreinanlegum upplýsingum.

Akstur 10 víðförulustu þingmannanna virðist þó heldur hafi dregist saman á milli ára því árið 2016 keyrðu þeir 371 þúsund kílómetra samanborið við 284 þúsund kílómetra árið 2017. Árið 2015 keyrðu tíu víðförulustu þingmennirnir 353 þúsund kílómetra. Árin 2014 keyrðu þeir 485 þúsund kílómetra en það bliknar í samanburði við þá tæpu 540 þúsund kílómetra sem keyrðir voru árið 2013.