Velta bókaútgáfu í neðra þrepi virðisaukaskatts hefur dregist saman um rúm 40% síðustu 9 árin, úr rúmum 4 milljörðum í 2,5, samkvæmt frétt Morgunblaðsins . Samdrátturinn jafngildir 5,6% á ári.

Vísað er í greinargerð með frumvarpi Lilju Alferðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra, um stuðning við bókaútgáfu, þar sem tölurnar komi fram.

Frumvarpið leggur til að 25% af kostnaði við bókaútgáfu verði endurgreiddur af ríkissjóði, að uppfylltum vissum skilyrðum.

Senda skuli beiðni um endurgreiðslu til þriggja manna nefndar innan 9 mánaða frá útgáfu bókar, sem taki afstöðu til málsins.

Verði frumvarpið samþykkt er kostnaður ríkissjóðs áætlaður 300-400 milljónir króna á ári í frumvarpinu.