Terra hf., áður Gámaþjónustan, hagnaðist um 98 milljónir króna árið 2020 miðað við 166 milljónir árið áður.

Tekjur félagsins námu 6.481 milljón króna, sem er sambærilegt fyrra ári. Eigið fé í lok árs var 2.577 milljónir króna og eignir voru 6.469 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins hækkaði um prósentustig, í 40%, á árinu.

Launakostnaður lækkaði um 31 milljón króna á árinu og nam 2.562 milljónum.  Stöðugildum fækkaði um 10 á árinu í 230. Framkvæmdastjóri Terra er Valgeir Baldursson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .