Skiptum á búinu VF45 ehf. sem áður hét Vélfang hefur verið lokið en lýstar kröfur í búið voru 484 milljónir króna en aðeins greiddust samtals 21,6 milljónir króna upp í lýstar kröfur eða 6,21%.

Vélfang er enn starfrækt sem sali landbúnaðartækja og því virðist sem nýtt félag hafi verið stofnað utan um reksturinn. Eyjólfur Pétur Pálmason, einn eigenda Vélfangs, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður hringdi í hann.

Á heimasíðu Vélfangs segir að Vélfang ehf. hafi verið stofnað í mars 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálmasyni, Skarphéðni K. Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni og Þórði Jónssyni og að mikill vöxtur hafi einkennt fyrirtækið frá stofnun þess.