Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæður um 490 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingaraðgerðir borgarinnar skiluðu 611 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Innan A-hluta er almennur rekstur borgarinnar - sem fjármagnaður er af skattekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar fyrir janúar til júní 2016.

Samkvæmt áætlun borgarinnar, var búist við að niðurstaðan yrði neikvæð um 300 milljónir, því er niðurstaðan talsvert betri en búist var við. Betri rekstrarniðurstaða skýrist aðallega af hærri skatttekjum - en þeir voru 554 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Hagræðingarvinna á fagsviðum borgarinnar skiluðu einnig 611 milljón króna hagræðingu.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var einnig jákvæð um 844 milljónir.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 10,6 milljarða.

Til B-hluta teljast þau fyrirtæki sem eru fjárhagslega sjálfstæð sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur fyrirtækjanna er fjármagnaður með þjónustutekjum.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530 milljarða, en heildarskuldir Reykjavíkurborgar ásamt skuldbindingum voru tæpir 299 milljarðar. Eigið fé borgarinnar var 232 milljarðar.

Haft er eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í fréttatilkynningu að hann sé ánægður með að hagræðingarvinna sem lagt var í sé að skila sér, en að halda þyrfti þétt um taumana.