Hagnaður Local dróst saman um 8,1% milli ára, fór úr tæplega 5,8 milljónum króna árið 2018 í 5,3 milljónir í fyrra. Tekjur veitingastaðarins jukust um 13,8%, úr tæplega 370 milljónum í 420,6 milljónir króna. Á sama tíma jukust rekstrargjöld félagsins um 12,7% milli ára, úr 364,8 milljónum króna í 411,1 milljón, þar af jukust laun og launatengd gjöld um 9,2%, úr 137,4 milljónum í 150,1 milljón.

Eigið fé félagsins var neikvætt bæði ár, um 12,3 milljónir árið 2018 en fór í rétt rúmlega 7 milljónir í fyrra. Skuldirnar drógust saman um 8%, úr 73,5 milljónum króna í 67,6 milljónir, svo eignirnar drógust saman um 1% og námu 60,6 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið fór úr -20,1 í -11,6%. Halldór E. Sigurðsson er framkvæmdastjóri og eigandi 42,5% hlutar, Einar Þór Steindórsson á jafnstóran hlut og Sigfús Jónsson 15%.