Vöruviðskipti í janúar voru óhagstæði um 5,4 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar . Nam verðmæti vöruútflutningsins 48,5 milljörðum króna en verðmæti innflutningsins nam 53,9 milljörðum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær virðist sem Hagstofan hafi ofmetið viðskiptaafgang síðasta árs að mati Viðskiptaráðs. Var á árinu gert ráð fyrir 142 milljarða afgangi en fyrstu 9 mánuðina var hann 91 milljarður, sem bendir til að hann nái ekki spá Hagstofunnar.

Jafnframt virðist hægari fjölgun ferðamanna benda til þess að ólíklegt sé að þjónustuafgangurinn nái að vega upp tæplega 44 milljarða halla á vöruviðskiptum síðasta árs.