5,5 milljarða króna halli var á rekstri hins opinbera á þriðja ársfjórðungi. Launakostnaður var þriðjungur af heildarútgjöldum, sem jukust um 5,9% milli ára, og fjárfesting dróst saman um hátt í fimmtung. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar .

Heildartekjur hins opinbera námu 904,8 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, og hækkuðu um 2,9% milli ára, en heildarútgjöld 908,7 milljörðum og hækkuðu um 7%, og var því 3,9 milljarða króna halli af rekstri hins opinbera á fyrstu 9 mánuðum ársins.

Sé horft á rekstur ríkissjóðs eingöngu námu heildartekjurnar 218,6 milljörðum á fjórðungnum, og hallinn 3,6 milljörðum, en á fyrstu 9 mánuðum ársins er afgangur af rekstri ríkissjóðs upp á 3,1 milljarð, þar sem 649,5 milljarða króna tekjurnar dugðu fyrir 646,4 milljarða útgjöldunum. Á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs nam afgangurinn hinsvegar 34,9 milljörðum.

Opinber fjárfesting nam 26,2 milljörðum á fjórðungnum og 70,3 á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er 18,6% samdráttur á fjórðungnum en 3,8%.