British American Tobacco hefur boðið 49,4 milljarða dollara eða því sem jafngildir 5.602 milljörðum íslenskra króna, í bandaríska tóbaksfyrirtækið Reynolds. Reyonlds er einn af helstu keppinautum British American Tobacco. BAT vill kaupa þau 57,8 prósent í Reynold, sem að fyrirtækið á ekki nú þegar.

Með samrunanum yrði British American Tobacco stærsta tóbaksfyrirtæki á markaði. Þá yrðu þekkt vörumerki í tóbaksheiminum undir sama hatti, það er merki á borð við; Lucky Strike, Rothmans, Dunhill og Camel sígarettur.

British American Tobacco hefur verið hluthafi í Reynolds frá árinu 2004, og í tilkynningu frá fyrirtækisinu, þá er sagt að það sé eðlilegt framhald af því sambandi að BAT kaupi upp Reynolds. Einnig er tekið fram að samruninn myndi skapa sterkara og alþjóðlegt tóbaksfyrirtæki. Reynolds hafa verið starfandi frá árinu 1875 og eru næst stærsta tóbaksfyrirtækið í Bandaríkjunum.