Áætlað er að 400-600 íbúðir rísi á Kringlusvæðinu samkvæmt vinningstillögu Kanon arkitektar í með í hugmyndasamkeppni um hönnun Kringlusvæðisins. Heildarbyggingarmagn Kringlureitn­um gæti auk­ist um 150%, eða sem nem­ur 150 þúsund fer­metr­um, á kom­andi árum að því er Morgunblaðið greinir frá .

Ljóst er að ef öllum framkvæmdunum verður mun byggingarkostnaður hlaupa á tugum milljarða króna. Sé miðað við 350 þúsund króna byggingarkostnað á fermetra má áætla að framkvæmdakostnaður geti numið um 50 milljörðum króna.

Byggingar á svæðinu verða að jafnaði fimm til sjö hæðir en hærri byggingar rísa á nokkrum stöðum. Í umsögn dómnefndar segir tillöguna bjóða upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð og lífvænlegri þjónustu á jarðhæðum. „Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum... Íbúðabyggðin trappast niður til suðurs og austurs, sem eykur birtu í íbúðum og görðum,“ segir í niðurstöðu dómnefndar.

„Heilt yfir finnst okkur hugmyndasamkeppnin ágætlega heppnuð,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum sem er stærsti handhafi fasteigna og lóða á svæðinu. Hugmyndasamkeppnin er forstig skipulagsvinnu sem eftir á að ráðast um svæðið, en getur lagt línurnar að deiliskipulagi.