Heimilistækjaverslunin Rafha hagnaðist um 60,4 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 57,5 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 638,7 milljónum króna samanborið við 572,3 milljónir króna árið á undan. Rekstrarhagnaður nam 83,4 milljónum í fyrra. Eignir námu rúmum 246 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 126,9 milljónir. Launagreiðslur til starfsmanna námu 84,3 milljónum króna, en að jafnaði störfuðu tíu starfsmenn hjá félaginu á síðasta ári.

Félagið greiddi 50 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árinu 2017, en árið áður höfðu arðgreiðslur til hluthafa verið 25 milljónir. Rafha er að mestu leyti í eigu Ingva Ingþórs Ingasonar, en hann á 86% hlut í félaginu. Egill Jóhann Ingvason er framkvæmdastjóri Rafha, en hann á jafnframt 5% hlut í félaginu.