Yoga Capital ehf., sem er í eigu sömu aðila og eiga flugvélaleigusöluna Icelease, hagnaðist um tæplega 670 milljónir króna árið 2020 vegna arðstekna. Yoga Capital og Icelease eru í jafnri eigu félaga Kára Kárasonar, Magnúsar Stephensen, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Icelease og Sigþórs Einarssonar, rekstrarstjóra Icelease.

Icelease var stofnað árið 2005 sem dótturfélag Icelandair Group. Stjórnendur Icelease keyptu 75% hlut í félaginu árið 2011 og eignuðust það síðar að fullu. Fyrirtækið gekk nýlega frá samningu við Boeing um að breyta ellefu Boeing 737-800 flugvélum úr farþegavélum í fraktvélar í samstarfi við fjárfestingarsjóðinn Corrum Capital líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í vikunni , en um hálfan milljarð kostar að breyta hverri vél.

Í fyrra keypti Icelease þrjár 757-200 Boeing flugvélar af Icelandair ásamt bandaríska fjárfestingarsjóðnum Corrum Capital. Kári Kári segir tvær vélarnar hafa verið leigðar áfram en sú þriðja hafi verið seld í samtali við Viðskiptablaðið.

Þá segir Kári afkomu Yoga Capital ekki gefa mynd af hagnaði Icelease. Yoga Capital sé félag sem eigendurnir hafi til að halda utan um eignarhald sitt en þeir hafi einnig verið í ýmsum viðskiptum erlendis.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .