Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf. sem rekur barnavöruverslunina iglo+indi tapaði 78 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Jókst tap félagsins um 30 milljónir frá fyrra ári. Tekjur félagsins námu 148 milljónum króna og drógust saman um 29 milljónir milli ára.  Eignir félagsins námu 42 milljónum í árslok.

Handbært fé nam 435 þúsund krónum í lok árs samanborið við 26 milljónir í lok árs 2017. Skuldir félagsins námu 132 milljónum í lok árs á meðan eigið fé félagsins var neikvætt um 89 milljónir.