Tekjur eignarhaldsfélagsins P 126 ehf – sem er í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, og á meðal annars hluti í Borgun, ISS, Kynnisferðum, Kviku, og Pei – námu tæpum 90 milljónum króna í fyrra og drógust saman um 78% milli ára. Endanlegur hagnaður nam 60 milljónum og dróst saman um 84%.

Eignir félagsins námu 1,8 milljörðum króna um síðustu áramót og jukust um rúm 11% milli ára, og eigið fé 1,7 milljörðum og jókst um tæp 4%. Eiginfjárhlutfall nam því 92%, samanborið við 99% árið áður.