Lögmannsstofan BBA Legal hagnaðist um rúmlega 88 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 76 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 491 milljón króna samanborið við 439 milljónir árið áður. Rekstrargjöld námu 389 milljónum króna og jókst um 40 milljónir á milli ára.

Eignir námu tæplega 247 milljónum króna og eigið fé lögmannsstofunnar nam 103 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 42% í árslok 2018. Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 246 milljónum króna, en 18 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra.

Elísabet Einarsdóttir er framkvæmdastjóri BBA Legal. Stærstu hluthafar lögmannsstofunnar eru þeir Einar Baldvin Árnason, Baldvin Björn Haraldsson, Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli Björn Þorbjörnsson, en þeir eiga hver um sig 21,36% hlut í stofunni.