Skiptum á þrotabúi Base ehf. var lokið þann 29. maí síðastliðinn. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu.

Lýstar kröfur í búið námu rétt tæpum 908 milljónum króna. Þar af námu lýstar kröfur skv. 109 grein gjaldþrotalaga um rétt rúmum 713 milljónum króna og upp í þær fékkst um 50,5%. Jafnframt námu lýstar veðkröfur 113 milljónum króna og upp í þær kröfur fengust 12,7820%. Upp í aðrar kröfur fékkst ekkert.

Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 14. október 2010 var þrotabú Base ehf. tekið til gjaldþrotaskipta.

Base ehf. var fyrirtæki sem sá um uppbyggingu íbúðar og atvinnuhúsnæðis.