Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, undirritaði á þriðjudaginn í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþingi.

Sjá einnig: Steingrímur J. fer ekki fram á ný

Steingrímur lætur af þingmennsku við lok kjörtímabilsins en hann hefur gegnt starfi forseta Alþingis samfellt frá árinu 2017.  Hann mun gegna embættinu þangað til næstu alþingiskosninga, sem haldnar verða 25. September næstkomandi.

Í október á síðasta ári tilkynnti Steingrímur að hann hyggðist ekki bjóða sig aftur fram í alþingiskosningum. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1983 og átti þátt í stofnun Vinstri grænna árið 1999.

Til gamans má geta að á þessu þingi, 151. löggjafarþingi, hafa samtals 151 lög verið samþykkt.