Credit Suisse stefnir að því að auka hlutafé bankans, með því markmiði að styrkja fjárhagsstöðu þess tímabundið. Þetta kemur fram á fréttaveitu BBC.

Bankinn hagnaðist um 596 milljónir franka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 302 milljón franka tap í fyrra.

Talið er að bankinn muni reyna að safna 4 milljörðum svissneskra franka. Bankinn safnaði um 6 milljörðum saman árið 2015.

Svissnesk yfirvöld eru nú einnig að þrýsta verulega á fjármálafyrirtæki um að styrkja fjárhagsstöðu sína, til þess að verja félögin gegn markaðsbrestum.

Credit Suisse er þó einnig að skera niður á ýmsum sviðum og er því að segja upp 5.500 starfsmönnum víðs vegar um heiminn.