Lánamál ríkisins ætla að auka útgáfu ríkisbréfa um allt að 15 milljarða króna á árinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lánamála ríkisins.

Samkvæmt ársáætlun sem gefin var út fyrir árið 2016, var tilkynnt að útgáfa ríkisbréfa ætti að nema 50 milljörðum króna að söluvirði. Útgáfan á fyrstu níu mánuðum ársins hefur aftur á móti numið 45 milljörðum króna og hefur því verið tekin ákvörðun um að auka útgáfu ársins.

Heildarútgáfa gæti því orðið 65 milljarðar króna að söluvirði á yfirstandandi ári. Samkvæmt tilkynningunni, skýrist aukin útgáfa breyttum forsendum lánsfjármála frá fjárlögum, m.a. hvað varðar sölu á hlut í Landsbanka Íslands, uppkaupa á RIKH 18, fjármögnun framlags til LSR og lægri sjóðstöðu ríkissjóðs.