Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hætt við viðskiptasamning forvera síns, Barack Obama, svokallaðan Trans Pacific Partnership, við flest bandalagsríki Bandaríkjanna við Kyrrahafið, ætla ríkin 11 að halda áfram án Bandaríkjanna. Hafði Trump barist í kosningabaráttu sinni gegn fríverslunarsamningum af þessu taginu, og sagði hann að í þeim hallaði um of á Bandaríkin.

Hins vegar hafa nú viðskiptaráðherrar ríkjanna 11 sem Bandaríkin hugðust semja við, hist í Víetnam til að koma samningnum aftur í gagnið. Hafa ríkin jafnframt gefið það út að Bandaríkin gætu gengið inn í samninginn hvenær sem er. Ef Bandaríkin hefðu verið með, hefði samningurinn náð yfir um 40% af heimsframleiðslunni, en nú eru það Japan, Ástralía og Nýja Sjáland sem knýja áfram um að endurreisa samninginn.

Viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, Robert Lighthizer sagði að Bandaríkin muni ekki koma aftur að samningnum. „Forsetinn tók þá ákvörðun, sem ég er svo sannarlega sammála, að tvíhliða samningar séu betri fyrir Bandaríkin heldur en fjölþjóðasamningar.

Ríkin sem eftir standa eru:

  • Japan
  • Kanada
  • Ástralía
  • Nýja Sjáland
  • Singapore
  • Mexíkó
  • Perú
  • Síle
  • Víetnam
  • Malasía
  • Brunei