„Eins vænt og mér þykir um þig Helgi Seljan og ykkur ekki síður, Gisli Marteinn, Róbert Marshall og Þórlindur Kjartansson, þá hef ég sjaldan á æfi minni hlustað á jafn innihaldslaust samtal og þið buðuð upp á í Vikulokunum áðan," skrifar Gunnar Smár Egilsson á Facebook .

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Þetta var eins og þus innan úr bönker elitunnar , menn að reyna sannfæra hvorn annan um að í raun séu allir voða glaðir með stjórnmálin sem elítan (og þið) bíður upp á (í landi sem Evrópumet í vantrausti almennings á stjórnmálunum, mögulega heimsmet).
Og hvers konar setup er þetta eiginlega á samtalsþætti? Helgi er með vikulegan þátt á RÚV þar sem elítan ræðir fréttir vikunnar og Gísli er með samskonar þátt, bara enn yfirborðslegri, og Róbert fer svo með sömu elítu upp á fjöll, líka hjá RÚV."

Gunnar smári varpar siðan fram nokkrum spurningum gestanna.

„Fannst ykkur ekkert skrítið við að þið sætuð svo saman og settuð á svið samtal um samfélagsmál? Hvarflaði ekki að ykkur að kannski væruð þið sem hópur, einmitt ófær um að endurspegla hugmyndir almennings um stjórnmálin og samfélagið? En kæru vinir, trúið mér og treystið: Samfélagið, lífið og stjórnmálin eru miklu skemmtilegri en svo að hægt sé að eyða tímanum í að ræða við fólk sem er alveg eins og maður sjálfur. Og það er líf eftir hrun elítustjórnmálanna , eftir hrun nýfrjálshyggjunnar og meira að segja eftir hrun kapítalismans. Algjörlega ástæðulaust að einangra umræðuna við eina götu í Vesturbænum þar sem þið búið."

Róbert svarar fullum hálsi

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmanni, var ekki skemmt og svaraði Gunnari Smára.

„Og þú ert einmitt mjög skemmtilegur og trúverðugur fulltrúi öreiga Smári" skrifaði Róbert.  „Þusar um alla sem sjá ekki hlutina eins og þú sérð þá akkúrat þetta korterið. Allir sem þú nefnir hér að ofan hafa boðið sig fram, lagt sig og sínar skoðanir undir, reynt að hafa áhrif í áraraðir. Nú er þinn tími kominn til að sanna þig. Og ætlarðu þá að nöldra þig inn í borgarstjórn? Allir eru vitlausir nema ég? Er það taktíkin?"