Þegar þau Aimee Kutis og Kian McKellar hættu saman eftir fjögurra ára samband lentu þau í miklum vandræðum með hvað þau ættu að gera við Netflix, Hulu og Pandora aðgangana sína. Frá þessu er greint á Wall Street Journal .

Margar af þeim streymisveitum sem í boði eru bjóða upp á að hver aðgangur hafi nokkra mismunandi aðganga en ekki hefur verið fundið út úr því hvenig hægt væri að skipta aðganginum þegar pör hætta saman.

Nú tveimur og hálfu ári síðar eru þau Kutis og McKellar ennþá að nota sama aðganginn. Því mætti segja að ástin geti horfið með tímanum en Netflix aðgangur sé ævilöng skuldbinding.

Ólíkt bíla- og sjúkdómatryggingum sem eru vanalega bundnar við ákveðið heimilisfang þá er aðgangur að streymisveitum það ekki. Því telja margir það vera afar hagkvæmt að geta deild kostnaði með fyrrverandi í stað þess að greiða fullt verð fyrir aðganginn.