Afkoma fyrsta ársfjórðungs Icelandair Group voru í takt við væntingar. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair.

Heildartekjur jukust um 5% milli ára og námu 222,4 milljónum dala. EBITDAn var þó neikvæð um 16,2 milljónir dala.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er áframhaldandi þrýstingur á meðalfargjöldin.

Þó fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 14% og virðist sætanýtingin áfram vera góð.

Farþegaaukning var mest á markaðnum yfir Norður-Atlantshafið en hún nam 40%.

Tekjur af hótelgistingu nær tvöfölduðust milli ára og námu þá um 10,4 milljónum dala, samanborið við 5,4 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2016.

Eiginfjárhlutfall Icelandair Group er nú í 36%, handbært fé og skammtímabréf nema nú um 322,8 milljónum dala og þá eru um 42,3 milljónir dala umfram vaxtaberandi skuldir.