IFS Greining gerir ráð fyrir að EBITDA Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi muni nema 43,7 milljónum dollara samanborið við 52,4 milljónir á sama tímabili í fyrra. Í afkomuspá IFS, sem kom út snemma í júlí, er gert ráð fyrir því að tekjur á tímabilinu muni nema 362,7 milljónum dollara og hækki um 31,3 milljónir frá sama tímabili í fyrra.

Á sama tíma er gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður muni aukast um 40 milljónir dollara á tímabilinu miðað við árið í fyrra. Samkvæmt spánni fer launakostnaður félagsins yfir 100 milljónir dollara á ársfjórð­ ungnum.

Þá gerir IFS ráð fyrir því að EBITDA fyrir árið 2017 verði 159 milljónir dollara sem er í takt við spár stjórnenda Icelandair Group sem gera ráð fyrir EBITDA verði á bilinu 145-155 milljónir dollara.