Viðskipti á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 2.764 milljónum króna í dag, og úrvalsvísitalan, OMXI8, lækkaði um 0,72%.

Vísitalan lækkaði einnig í gær, um 1,58%, og hefur nú lækkað um 2,09% það sem af er ári.

Mest lækkuðu bréf VÍS, um 3,58% í 89 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu bréf Eimskips með 2,92% lækkun í 196 milljón króna viðskiptum, og Síminn með 2,7% lækkun í 359 milljóna viðskiptum.

Icelandair var eina félagið sem hækkaði að ráði, um 2,61% í 269 milljón króna viðskiptum, en Marel hækkaði einnig um 0,14% í 296 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Símans, en næst komu bréf Festar, með 2,19% lækkun í 324 milljóna króna viðskiptum, og þar á eftir Marel.