Malín Brand sem hlaut 12 mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna fyrir fjárkúgun hefur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Þessu greindi Vísir frá fyrr í dag.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Malín ásamt systur sinni, Hlín Einarsdóttur skildi hljóta fangelsisdóm fyrir tvö brot. Annað brotið var tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Hitt brotið var fullframin fjárkúgun gegn Helga Jean Classen.

Við þingfestingu málsins í héraði játaði Hlín fyrra brotið gagnvart Sigmundi Davíð og viðurkenndi Malín hlutdeild en neitaði samverknaði. Í seinna brotinu neituðu þær hins vegar báðar sök.

Málið er nú komið á lista Hæstaréttar.

Hólmgeir Elías Flosason verjandi Malínar staðfesti í viðtali við MBL að málinu hefði verið áfrýjað til Hæstaréttar. Segir hann ástæðu áfrýjunarinnar vera að dómurinn sem varðar brotið gegn Helga vera óásættanlegan og að sýkna hefði átt fyrir þann hluta málsins. Þá bætir hann við að refsingin fyrir brotið gegn Sigmundi Davíð verið allt of þung.