Vegna aukinna umsvifa í viðskiptadeild hefur Úrval Útsýn ráðið til sín tvær reynslumiklar konur úr ferðaþjónustunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Úrval Útsýn. Ágústa Björk og Dagmar munu starfa sem ferðaráðgjafar Viðskiptaferða og munu sjá um að þjónusta þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Úrval Útsýn.

Ágústa starfaði áður hjá Icelandair frá árinu 2000. Þar starfaði hún bæði í sölu og við útgáfu farseðla og nú síðast sem verkefnastjóri í fargjaldadeild Icelandair. Ágústa er með alþjóðlegt ferðamálapróf og yfirgripsmikla þekkingu og reynslu úr ferðaiðnaðinum.

Dagmar er með vítæka reynslu af ferðamálum og starfaði síðustu ár á söluskrifstofu Icelandair Keflavíkurflugvelli sem ferðaráðgjafi. Þar áður starfaði hún sem ferðaráðgjafi hjá Discover ehf. við skipulagningu og bókanir á ferðum  innanlands. Dagmar er með BS í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands.

Dagmar Elvarsdóttir - Úrval Útsýn
Dagmar Elvarsdóttir - Úrval Útsýn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Dagmar Elvarsdóttir.

Viðskiptaferðir Úrval Útsýnar eru óháð flugfélögum sem gerir kleift að finna ávallt hagkvæmustu flugleiðina ásamt því að vera með neyðarsíma allan sólahringinn.