Það er athyglisvert að skoða lestrartölur Gallup, ekki aðeins mismunandi stöðu þeirra, heldur kannski ekki síður hvernig þau höfða greinilega til ólíkra hópa.

Það kemur ekki á óvart að meira sé lesið á höfuðborgarsvæðinu en utan þess, alveg sjálfgefið um Fréttablaðið, sem fyrst og fremst er dreift þar. En máske nýstárlegra að DV skuli njóta meiri vinsælda úti á landi en í borginni.

Eins að blaðalestur sé minni á aldursbilinu 18-49 ára en hjá hinum eldri, en munurinn er mjög verulegur. Svo er auðvitað gaman að sjá hvað Viðskiptablaðið er að skora hátt, þar er hvert eintak greinilega marglesið.