Fjórða iðnbyltingin er handan við hornið en ólíkt árdögum upplýsingabyltingarinnar fyrir þrjátíu árum er hennar ekki beðið með sömu eftirvæntingu. Á meðan veraldarvefurinn var botnlaus brunnur fagurra fyrirheita einkennist umræðan um sjálfvirknivæðinguna helst af getgátum um hve margir munu verða atvinnulausir. Samkvæmt nýrri skýrslu forsætisráðuneytisins stendur Ísland þó vel að vígi gagnvart væntanlegri innrás gervigreindra vélmenna á vinnumarkaðinn.

Skýrsluhöfundarnir íslensku styðja sig við rannsókn OECD (Efnahags og framfarastofnunin) sem birt var snemma á síðasta ári. Rannsóknin náði til 32 landa og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um 14% starfa í þessum löndum mjög líkleg til að verða sjálfvirknivædd, eða meira en 70% líkur á sjálfvirknivæðingu. Um 32% starfa teljast í meðallagi líkleg til að breytast, með metnar 50-70% líkur á sjálfvirknivæðingu.

Í skýrslunni, Ísland og fjórða iðnbyltingin, eru meðallíkur á sjálfvirknivæðingu starfsstétta heimfærð yfir á íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt þessari aðferðafræði eru rúmlega 50 þúsund einstaklingar í störfum sem teljast mjög líkleg (50% líkur eða meira) til að verða sjálfvirknivædd á næstu tíu til fimmtán árum eða um 28% íslensks vinnumarkaðar. Um 60% einstaklinga á íslenska vinnumarkaðinum sinna störfum sem teljast miðlungs líkleg (30-50%) til að verða sjálfvirknivædd í náinni framtíð. Aðeins 14% starfa eru talin ólíkleg að sjálfvirknivæðast (minni en 30%).

Skýrsluhöfundarnir íslensku styðja sig við rannsókn OECD (Efnahags og framfarastofnunin) sem birt var snemma á síðasta ári. Rannsóknin náði til 32 landa og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um 14% starfa í þessum löndum mjög líkleg til að verða sjálfvirknivædd, eða meira en 70% líkur á sjálfvirknivæðingu. Um 32% starfa teljast í meðallagi líkleg til að breytast, með metnar 50-70% líkur á sjálfvirknivæðingu.

Í alþjóðlegum samanburði er íslenskur vinnumarkaður þannig tiltölulega ónæmur fyrir sjálfvirknivæðingunni. En á Íslandi eru 28% starfa talin mjög líkleg til að vera sjálfvirknivædd (50% líkur eða meira) en meðaltalið í könnun OECD er 46%.

Íslenski vinnumarkaðurinn stendur mjög vel í samanburði við Slóvakíu þar sem 64% starfa eru talin líkleg (50% eða meira) til að verða sjálfvirknivæðingunni að bráð. Hlutfallið er líka hátt í Litháen (62%), Tyrklandi (59) og Grikklandi (57%). Næst okkur í samanburðinum eru Noregur en 31% af norskum vinnumarkaði er líklegur til að vera sjálfvirknivæddur, Nýja Sjáland(32%) og Finnland (34%).

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .