Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í morgun að fyrirtækið hefði bætt við sig 15 milljarða evra lánalínu til þess að tryggja lausafjárstöðu fyrirtækisins á meðan fordæmalaust ástand stendur yfir í flugiðnaði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lánalínan bætist eykur lausafjárstöðu Airbus um helming en hún nemur nú um 30 milljörðum evra.

Airbus hefur einnig hætt við 1,4 milljarða evra arðgreiðslu vegna síðasta árs auk þess sem afkomuspá fyrir árið í ár hefur verið tekin úr gildi. Þá hefur einnig verið hætt við viðbótar eftirlaunagreiðslur

Í tilkynningu frá Airbus var haft eftir Guillaume Faury að ráðist hafi verið í aðgerðirnar til þess að verna framtíð Airbus og tryggja að fyrirtækið geti hafið eðlilega starfsemi á nýjan leik um leið og ástandið batni.

Þá var haft eftir Dominik Asam, fjármálastjóra Airbus, að fyrirtækið hefði langa flugbraut fyrir framan sig með 30 milljarða lausafé.