Flugvélaframleiðandinn Airbus skilaði af sér meira en 560 flugvélapöntunum á síðast ári, samkvæmt heimildarmönnum Reuters . Þar af leiðandi lítur út fyrir að félagið muni skjóta erkifjendum sínum, Boeing, ref fyrir rass annað árið í röð í baráttunni um að vera stærsti flugvélaframleiðandi heims.

Markmið Airbus á árinu ku hafa verið að afhenda 560 þotur til eigenda sinna á þessu ári og líkt og fyrr segir virðist það markmið hafa náðst, og gott betur. Forsvarsmenn Airbus hafa þó neitað að staðfesta umræddar fregnir en mun greina frá því opinberlega á næstu dögum hve margar pantanir félagið skilaði af sér á árinu.

Svo virðist vera sem að Airbus hafi mikla yfirburði í samanburði við Boeing, sem afhendi aðeins 118 þotur frá byrjun árs 2020 til og loka nóvembermánaðar. Á því tímabili voru 737 Max þotur félagsins enn kyrrsettar á alþjóðavísu.