Samstæða Akkelis ehf. hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman um helming milli ára. Tekjur námu 3.086 milljónum, samanborið við 4.939 milljónir árið 2019.

Eignir, að stórum hluta íbúðir til sölu, námu 2.498 milljónum í árslok 2020 en voru 6.047 milljónir árið áður. Skýrist lækkunin af greiddum viðskiptakröfum og lækkun í varanlegum rekstrarfjármunum. Eigið fé er jákvætt um 404 milljónir og skuldir voru um 2,1 milljarður, þar af 712 milljóna skulda við tengd félög.

Akkelis er í jafnri eigu Aztiq fjárfestinga, fjárfestingafélagi Róberts Wessman, og Reirs, fjárfestingarfélagi í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar, Rannveigar Eirar Einarsdóttur og Bernhard Jakob Strickler. Akkelis er móðurfélag Frostaskjóls ehf., FrostAT ehf., Austurplans ehf., Vesturplans ehf., K. Steindórssonar ehf., Sand Holdings ehf. og Sart ehf.