Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur áhyggjur af þjóðarbúskap vestrænna ríkja. Í nýlegu viðtali á sjónvarpsstöð Bloomberg, fjallaði hann um óeðlilegar hækkanir á skuldabréfamörkuðum, hugsanleg verðbólguskot og stöðnun hagkerfanna. Pólitísk óvissa mun að hans mati ekki bæta stöðuna. Hann vildi þó ekki segja hvort von væri á einhverskonar hruni í náinni framtíð.