Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að  bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu Air Lease Corporation bæri eingöngu að að greiða þær skuldir við Isavia sem hvíldu á þotu í eigu félagsins en ekki allar skuldir Wow air við Isavia. Þetta kemur fram í frétt Rúv .

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC segir í fréttinni að félagið ætti að geta náð í þotuna strax þar sem kæra til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum úrskurðar dómsins fari svo að Isavia áfrýi. Þá er jafnframt haft eftir honum að dómarinn í málinu hafi eingöngu verið að standa með fyrri úrskurði sínum.

Umrædd flugvél í eigu ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars.