Íris Ólafsdóttir er eigandi Kúlu 3D en fyrirtækið þróar þrívíddarlinsur fyrir myndavélar. Fyrirtækið setti nýlega á markað fyrstu vöruna en Íris segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Búnaðurinn byggir á speglakerfi sem varpar sitthvoru sjónarhorninu inn í linsuna,“ segir Íris. Búnaðurinn virkar á þann hátt að speglar eru notaðir til að taka mynd á sama tíma, frá tveimur hliðruðum sjónarhornum.

„Við erum síðan með hugbúnað sem vinnur hráar myndir og býr til hvaða þrívíddar-sniðmát sem er. Notandinn getur því valið hvaða þrívíddaraðferð sem er til að skoða myndina. Hugbúnaðurinn okkar býr til það sniðmát sem hentar, ef þú átt þrívíddarsjónvarp þá geturu notað það. Svo fylgir líka með Anaglyph, rauðblá þvívíddargleraugu og líka þrívíddarsjá svo að hægt sé að skoða myndirnar og myndböndin óunnin.“ Íris segir að búnaðurinn sé mjög einfaldur í notkun.

„Þú setur þetta bara framan á linsuna og þá færðu í raun tvær myndir hlið við hlið sem er teknar frá örlítið hliðruðu sjónarhorni. Þetta er bara svona einfalt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er: .

  • Magnbundin íhlutun Mario Draghi.
  • Aukið álag á vinnustöðum landsins eftir að hagkerfið tók við sér.
  • Skiptar skoðanir í umræðunni um gengisþróun.
  • Af skuldastöðu sveitarfélaga.
  • Tækifæri í afléttingu viðskiptaþvingana.
  • Umfjöllun um bjórbrugg á Breiðdalsvík.
  • Vind- og vatnsvirkjanir í orkugeiranum.
  • Svipmynd af Ósk Heiðu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Krónunnar og Kjarval.
  • Ítarlegt viðtal við Kristinn Grétarsson forstjóra Orf líftækni.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Pírata og frjálshyggju.
  • Óðinn fjallar um heilbrigðiskerfið og Kára Stefánsson.