Almennar hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í Asíu í nótt, sem taldar eru afleiðing af hækkunum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum. Jafnframt hafa hrávöruverð náð sér á strik á ný.

Smásala að rétta úr kútnum í Japan

Smásala minnkaði minna í Japan í júlí heldur en þau hafa gert síðustu 5 mánuði, sem gæti verið merki um að neytendur í landinu séu minna varkárir gagnvart eyðslu en áður, þrátt fyrir hægan vöxt í launum og óvissu um efnahagsmál heimsins.

Sala meðal stærri heildverslana jókst um 0,6% á ársgrundvelli, þegar búið er að taka tillit til breytingum á fjölda verslana, en þetta er fyrsta aukningin í fimm mánuði.

Einkaneysla í Japan hefur verið lítil síðustu mánuði á sama tíma og launaþróun hefur verið hæg. Sterkt gengi japanska jensins hefur ýtt undir þá þróun því dregið hefur úr hagnaði fyrirtækja sem aftur hefur aukið tregðu þeirra til að hækka laun.

Hrávöruverð hækkar á ný

Verð á Brent hráolíu, hækkaði um 0,29 Bandaríkjadali tunnan, eða um 0,59% og fæst tunnan nú á 49,55 dali.

Í Ástralíu hækkuðu hlutabréf í Rio Tinto Ltd. um 0,78% og í Oil Search Ltd. um 1,62% í kjölfar hækkandi hrávöruverðs.

Væntingar eru um að markaðsaðilar munu vera varkárir þangað til atvinnutölur verði birtar í Bandaríkjunum á föstudag, en þær gætu enn frekar varpað ljósi á mögulega tímasetningu stýrivaxtahækkana í landinu.

Þróun helstu vísitalna á svæðinu var sem hér segir í nótt:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,07%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði um 0,36%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði um 0,03%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,85%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína hækkaði um 0,14%
  • FTSE China A50 vísitalan hækkaði um 0,43%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 0,17%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,31%